Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Stöðvadagur hugmyndaráðs - 10. des. 2025

Í dag var stöðvadagur í skólanum en hugmyndin að stöðvadegi kemur frá hugmyndaráði. Hver bekkur var með ein stöð þar sem boðið var upp á margskonar afþreyingu t.d. spil, perlur, föndur, lego, karioki og á einni stöð var horft á jóladagatalið frá árinu 1994. krakkarnir fóru á milli stöðva og prófuðu það sem í boði var.

Snjallvagninn - 28. nóv. 2025

Í vikunni kom Snjallvagninn í heimsókn til okkar en þetta er verkefni sem unnið er af menntamálafyritæki Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT. Verkefnið snýst um að fræða börn og ungmenni um netöryggi og um almenna hegðun á netinu þ.m.t. á samfélagsmiðlum og í samskiptum í tölvuleikjum. Markmiðið er að gefa krökkum verkfæri til að vernda sig betur á netinu og hjálpa þeim að efla meðvitund sína um jákvæða og neikvæða þætti Internetsins. Fræðslur eru kynntar af Lalla Töframanni sem er sérstaklega þjálfaður af uppeldisfræðingum Insight og Heimili og Skóla til að kynna efnið.