Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Hjálmar að gjöf - 25. mar. 2025

Slysavarnardeildin Framtíðin kemur á vori hverju og færir nemendum 5. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf. Þetta er liður í forvarnarstarfi félagsins. Við biðjum foreldra að fara vel yfir hjálmana og stilla þá rétt því öðruvísi virka þeir ekki eins og til er ætlast. Við minnum í leiðinni á að lögum samkvæmt eiga börn undir 15 ára aldri að nota hjálm þegar þau eru á hjólum eða öðrum farartækjum

Stóra upplestrarkeppnin - 21. mar. 2025

Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Níu nemendur komust áfram og munu þau taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Djúpavogskirkju þann 1. apríl. 20250320_112925

Útivistatími barna - 20. mar. 2025

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. 

Utivistartiminn-355271590_756726079679327_1940768056651200482_n

Forsetinn í heimsókn - 14. mar. 2025

Miðvikudaginn 12. mars er skemmtilegur og eftirminnilegur dagur en þá kom forsetinn frú Halla Tómasdóttir og Björn eiginmaður hennar, ásamt fríðu föruneyti í heimsókn til okkar. Katla, Laufey, Daníel, Iðunn og Valdimar tóku á móti hópnum og fylgdu þeim um skólann. Þau heimsóttu 4. bekk, hlustuðu á 2. bekk syngja eitt lag í tónmennt hjá Hrafnkeli, kíktu á þriðja bekk og síðan lá leiðin í íþróttahúsið þar sem nemendur og starfsfólk skólans tók á móti þeim. Frú Halla svaraði nokkrum spurningum frá krökkunum í nemendaráði og síðan ræddi hún við krakkana um hluti eins og þakklæti og kærleika. Hún sagði líka frá hreyfingu sem heitir Riddarar kærleikans og kenndi okkur merki þeirra sem er að gera hjarta með höndunum en riddarar kærleikans vanda sig t.d við að tala fallega við og um aðra. Þetta var skemmtileg og kærkomin heimsókn, krakkarnir voru skemmtileg, opin og til sóma.