Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Jón Pétur og dansinn - 17. jan. 2025

Þessa vikuna hefur Jón Pétur danskennari verið með danskennslu í skólanum. Eins og venja er þá endaði dansinn á uppskeruhátíð sem fjölskyldum krakkanna er boðið á. það er ekki annað að sjá en að þessi hefð að fá Jón Pétur árlega til okkar, fari vel í nemendur því nokkrir krakkar úr framhaldsskólanum laumuð sér með í dansinn. Fullt var út úr dyrum að venju og mikið fjör. 

lestur og lestraþjálfun - 4. jan. 2025

Nokkur orð um lestur 

Jólahurðaskreytingakeppni - 4. jan. 2025

Það er árleg hefð á unglingastigi að vera með keppni í jólahurðaskreytingum. Keppnin gengur út á það að hver bekkur skreytir hurðina að sinni skólastofu í anda jólanna. Það er síðan dómnefnd sem samanstendur af starfsfólki skólans sem metur hvaða jólaskreyting stendur uppúr.

Hvað kosta jólin? - 20. des. 2024

Krakkarnir í 6. bekk haf nýtt aðventuna í að vinna verkefnið "Hvað kosta jólin". Krökkunum er skipt í hópa og hver hópur þarf að setja saman fjölskyldu, finna atvinnu handa fullorðna fólkinu og áætla laun þeirra. Svo er hafist handa við að reikna út hvað jólin kosta fyrir þeirra fjölskyldu.