Dagur stærðfræðinnar
Dagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Við í 1. S ákváðum að halda upp á daginn og skelltum okkur í stöðvavinnu. Alls voru sex stöðvar með mismunandi verkefnum og réðu börnin röðinni. Þau voru mjög áhugasöm og dugleg að leysa verkefnin og ekki annað hægt að sjá en þau hafi skemmt sér ágætlega.