Skautaferð í Óslandið

8. jan. 2021

5. bekkur nýtti sér veðurfarið á fimmtudag og dreif sig á skauta á Óslandstjörninni. Margir höfðu aldrei stigið á skauta áður en náðu ágætum árangri og allir höfðu gaman að. Frostið var mikið og beit í kinnar og til allrar lukku tókum við með okkur heitt kakó til að ylja okkur og var það vel þegið af skauturunum.