Fræðsla frá Samtökum 78

15. nóv. 2021

Miðvikudaginn 3. nóvember komu til okkar í heimsókn frábærir ,,fræðarar” frá samtökunum 78.

Það var í fyrsta lagi María Rut Kristinsdóttir, núna nýráðin á fræðslusvið samtakanna, en hún er starfandi aðstoðarmanneskja Þorgerðar katrínar Gunnarsdóttur og hefur sinnt ýmsum störfum, forkona stúdentaráðs, verið talskona Druslugöngunnar, markaðsstjóri GLOMOBILE, setið í háskólaráði og var sérfræðingur í dómsmálaráðuneytingu. María hefur áður verið varaformaður samtakanna og er önnur stofnenda, ásamt eiginkonu sinni, Hinseginleikans sem er fræðsluvettvangur fyrir ungt fólk sem hefur það að markmiði að brjóta upp staðalímyndir. Árið 2014 var hún tilnefnd af JCI Íslandi sem framúrskarandi ungur íslendingur.

Með henni komr okkar heimamaður, Gunnlaugur Bragi Björnsson, sem starfar núna hjá Viðskiptaráði íslands og annast þar samskipta- og miðlunarmál ráðsins. Áður hefur Gunnlaugur starfað sem upplýsingafulltrúai Rauða krossins og var formaður ungmennadeildar, og á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milesone Sytstems í Kaupmannahöfn. Einnig hefur Gunnlaugur starfað áður hjá hjá Arion banka við ýmis sérfræðistörf, hefur setið í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík, fyrst sem gjaldkeri og síðar sem formaður og var kynningar- og fjölmiðlafulltrúi landsmóts skáta og Friðarþings í Hörpu.

Þau komu í frábæra heimsókn og spjall til 6. – 10. Bekkjar þar sem nemendur voru til fyrirmyndar.

Þessi góða heimsókn var bæði skemmtileg, fræðandi og mannbætandi fyrir alla og kunnum við þeim Maríu og Gulla bestu þakkir fyrir.