Vorboðar
Við í grunnskólanum eigum marga velunnara og sumir þeirra eru sannkallaðir vorboðar en þar má nefna konurnar úr Slysavarnardeildinni Framtíðinni en á hverju vori í allmörg ár hafa þær komið og fært nemendum 5. bekkjar hjólahjálma. Eitt af hlutverkum slysavarnadeilda á landinu er forvarnarstarf og þetta verkefni er svo sannarlega þarft forvarnarstarf. Við sendum okkar bestu þakkir til slysavarnardeildarinnar og óskum þeim í leiðinni góðs gengis í því risastóra verkefni sem deildinn ásamt fleirum er að vinna að.