112 dagurinn
112 dagurinn var í gær 11. febrúar og af því tilefni bauð slökkviliðið nemendum af yngsta- og miðstigi grunnskólans í heimsókn. Slökkviliðsmennirnir settu í gang brunaæfingu þar sem kennarar fengu að æfa sig í notkun slökkvitækja með góðri hvatningu krakkanna sem skemmtu sér hið besta yfir aðförunum. í lok heimsóknarinnar fengu krakkarnir að skoða bílana og annan tækjabúnað liðsins.