Stjörnuskoðun nemenda í janúar

27. jan. 2022

Þann 27 janúar fór 6 bekkur í stjörnu skoðunarferð á Leiðarhöfða. Snævarr og Kristín frá Nýheimum buðu okkur og smiðjukennararnir fóru með.

Við fengum að horfa í stjörnukíki og sáum tunglið og hvernig sólin skein á einn partinn en ekki hinn. Við sáum líka Venus sem var eins og regnbogi en við sáum hann ekki eins vel og við sáum tunglið.

Það var gott veður en kalt. Okkur fannst þetta mjög spennandi og áhugavert.Fyrir hönd 6.bekkjar

Björg Sveinsdóttir og Þorgerður Jónsdóttir

Náttúrustofa Suðausturlands í Nýheimum, bauð nemendum Grunnskóla Hornafjarðar í stjörnuskoðun. Hér er hægt að sjá upplýsingar um nokkrar af þeim stjörnum og stjörnumerkjum sem Snævarr benti nemendum á. ArktúrusHjarðmaðurinn, Stóribjörn“. Einnig benti hann þeim á ,,Karlsvagninn“ og hvernig mætti finna ,,pólstjörnuna“.

Við þökkum þeim Snævarri, Kristínu og Lilju kærlega fyrir skemmtilega stund.