Stóra upplestrakeppnin
Stóra upplestrakeppnin fór fram í Hafnarkirkju í gær. þar kepptu nemendur 7. bekkjar í Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs. Nemendur lásu texta úr bókinn Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnússon, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og einnig ljóð að eigin vali. Tilkynnt er um úrslit í þremur efstu sætum og urðu þar hlutskörpust Tinna María Sævarsdóttir, Tómas Nói Hauksson og Aðalheiður Sól Gautadóttir en þau hlutu peningaverðlaun. Systurnar Ingunn Ósk og Anna Lára Grétarsdætur spiluðu á píanó og þverflautu fyrir áhorfendur og foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á kaffiveitingar sem og Mjólkursamsalan. Kynnir var Salvör Dalla Hjaltadóttir. Dómarar voru Baldur Sigurðsson, Soffía Auður Birgisdóttir og María Gísladóttir