Orgelsmiðjur

5. okt. 2022

Í vikunni komu í heimsókn til okkar Guðný Einarsdóttir, höfundur bókarinnar Lítil saga úr orgelhúsi og Sigrún Magna Þorsteinsdóttir organisti í Akureyrarkirkju. Markmiðið er að kynna orgelið sem hljóðfæri fyrir yngsta stigi grunnskóla. 

Yngstastigið fór á kynningu í Hafnarkirkju Þar sem Guðný sagði söguna og Sigrún Magna lék á orgelið. Krakkarnir í 5. og 6. bekk fóru  í orgelsmiðju þar sem þau settu saman orgel og spiluðu síðan á það. Þetta var mjög fróðlegt fyrir krakkana og gaman að fá tækifæri til að taka þátt í svona.

HKG