Hafnarhittingur

Takið frá stund milli 17:00 og 20:00 þriðjudaginn 5. desember

1. des. 2017

Þá verður opið hús í Heppuskóla og íþróttahúsinu fyrir ALLA Skaftfellinga unga sem aldna. Börn yngri en 12 ára komi þó vinsamlegast í fylgd fullorðinna. Á Hafnarhittingi geta allir fundið eitthvað fyrir sig og endað svo á því að borða kvöldmat sem verður seldur á kostnaðarverði. Dagskrá á Hafnarhittingi

Markmiðið með Hafnarhittingi er að;

Styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og styrkja bæinn okkar. Með opnu húsi viljum við bjóða nýtt fólk velkomið í bæinn en ýta líka undir að þeir sem hafa búið hér lengi geti kynnst nýju fólki. Einnig viljum við bjóða upp á fleiri tækifæri til að sinna áhugamálum eða að eignast ný áhugamál.

Dæmi um það sem verður í boði er prjón og hekl, föndur, Zumba, þrek, iPadkennsla, jóga, félagsvist, allskonar spil, leikir og fleira og fleira. Boðið verður upp á barnahorn með gæslu.

Við hlökkum til að sjá ykkur

                   Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar