Listatorgið við Vöruhúsið

4. jún. 2024

Í Vöruhúsinu höfum við beðið lengi eftir að fá tækifæri til að halda áfram að skreyta listatorgið okkar. Nú gafst tækifæri og voru nemendur í 5. til 10. bekk sem tóku þátt í að mála. Margir nemendur áttu hugmyndir að verunum sem voru svo málaðar á vegginn. Það er mikil ánægja með útkomuna og verkið var skemmtilegt í alla staði.

Með sumarkveðju, Eva Ósk og Anna Björg