Umhverfisdagur grunnskólans

29. apr. 2022

Í dag var hinn árlegi umhverfisdagur skólans. Allir nemendur og starfsfólk fóru út að tína rusl og fegra bæinn. Eftir það var slegið upp grillveislu á skólalóðinni. Veðrið var með besta móti í þetta sinnið og vonum við að þetta sé byrjunin á góðu sumri. Krakkarnir hvetja alla til að ganga vel um bæinn og setja rusl í ruslatunnur.  Deginum lauk með því að miðstigið fór saman niður á miðsvæði þar sem farið var i kubb, ratleik og hoppað á ærslabelgnum. 

HKG