Vikuhátíð hjá 2. bekk

30. okt. 2019

Við í 2. S í Grunnskóla Hornafjarðar vorum að halda vikuhátíð. Það var rosalega gaman. Við sungum Ligga ligga lá, Regnbogi meistarans og Baby shark. Við dönsuðum Macarena og sögðum brandara. Við sýndum líka leikritið um litlu gulu hænuna. Við buðum foreldrum okkar, ömmum og öfum að koma og horfa.

Við erum spennt að gera þetta aftur í 3. bekk.

Þessa frétt skrifuðu börnin í 2. S