Rithöfundar í heimsókn
Rithöfundarnir Gunnar Theodór Eggertsson, Yrsa Þöll Gylfadóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir komu í heimsókn og lásu upp úr bókum sínum fyrir nemendur. Bergrún Íris kynnti nýju bókina sína Kennarinn sem hvarf sporlaust en hún er framhald bókarinnar Kennarinn sem hvarf og krakkarnir þekkja vel. Yrsa Þöll sagði frá bókunum sínum úr bókaflokknum Bekkurinn minn en út eru komnar tvær bækur úr flokknum. Síðastur var svo Gunnar Theodór en hann las úr bókinni Drauga-Dísa sem er fyrsta bókin af þremur þar sem sannkallaður ævintýraheimur lifnar við. Nýja bókin heitir Drauma-Dísa en hann er einnig höfundur bókanna um steindýrin. Þetta var afar skemmtileg heimsókn og passar vel við því núna er í gangi lestrarátak skólans og því frábært að fá hugmyndir að lesefni.