Fjör í frímínútum
Á eldra stigi grunnskólans stendur nemendafélagið fyrir keppni á milli bekkja og kennara í hinum ýmsu íþróttum. Keppnin fer fram í frímínútum og keppt með útsláttarformi. Búið er að keppa í bandý og í vikunni kláraðist keppnin í kýló. Í úrslitaleiknum mættust nemendur í 8. bekk og kennarar og lauk þeirri rimmu með sigri kennara. Í næstu viku hefst svo keppni í dodgeball.