Bollu, sprengi- og öskudagur
Öskudagur var fjörugur að vanda og með hefðbundnu sniði. Í íþróttahúsinu var marserað, dansaður ásadans, haldin hæfileikakeppni og kötturinn sleginn úr tunnunni.
Valinn var frumlegasti búningurinn og þar var Katla Eldey hlutskörpust en valið var erfitt því það voru margir flottir búningar. Sigurvegari hæfileikakeppninnar var Ægir Þór með luftgítar atriði. Á bolludaginn fengu allir bollu og á sprengidaginn kýldum við vömbina með saltkjöti og baunum.