Vikuhátíð 1. bekkjar
1. bekkur bauð til vikuhátíðar í Sindrabæ í gær. Þar sýndu krakkarnir fyrir fullu húsi söng, dans, fótboltaleikni og fimleika auk þess sem brandarar voru sagðir á færibandi. Krakkarnir stóðu sig vel í þessari frumraun sinni í vikuhátíðarhaldi og ekki var annað að sjá en að áhorfendur skemmtu sér hið besta.