10 aðferðir til að lifa af Zombie árásir

22. jan. 2019

Í dag sýndu nemendur í leiklistarsmiðju úr 9. og 10. bekk frumsamið leikrit sem þeir kölluðu 10 aðferðir til að lifa af Zombie árásir. Áhorfendur voru  úr 7. -10. bekk auk foreldra og starfsmanna. Það er skemmst frá því að segja að sýningin var stórskemmtileg og vel unnin. Nú vita áhorfendur algerlega hvernig þeir geta lifað af Zombie árás.