List fyrir alla
Grunnskólinn fékk góða heimsókn þegar þær stöllur Snædís og Valgerður mættu til okkar í síðustu viku. Þær byrjuðu á sýningu fyrir allan skólann og í framhaldinu var síðan hverjum bekk boðið upp á námskeið. Allt var þetta gert undir formekjum „List fyrir alla“ sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Virkilega skemmtileg og góð heimsókn.