Töframaður í heimsókn

7. des. 2018

Foreldrafélag grunnskólans bauð nemendum skólans upp á heimsókn frá Einari Mikael, töframanni. Nemendur mættu í íþróttahús og fylgdust hugfangnir með töframanninum leika listir sínar. Nokkrir krakkar voru svo heppnir að fá að hjálpa töframanninum við töfrabrögðin og var það mikil upplifun fyrir viðkomandi.