List fyrir alla

16. mar. 2018

Í dag var brúðuleikhús í Sindrabæ, þessi sýning er á vegum verkefnisins Listi fyrir alla sem er í líkingu við verkefnið Tónlist fyrir alla sem við þekkjum vel,  Dagurinn hófst á því að nemendur 1. - 4. bekkjar fóru ábrúðusýningu um Búkollu og eftir það gafst þeim tækifæri á að læra að búa til einfaldar brúður. Sýningin og smiðjan er þróunarverkefni undir mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er í höndum Handbendi Brúðuleikhús frá Hvammstanga, stofnað af Gretu Clough, fyrrum listamanni hússins hjá hinu virta Little Angel Theatre í London. Handbendi semur sýningar fyrir alla aldurshópa sem fara leikferðir innanlands og utan.Hægt er að sjá meira um sýninguna í heimsaíðu List fyrir alla 

https://listfyriralla.is/event/bukolla-brudusyning-og-brudusmidja/