Slysavarnafélagið Framtíðin
Endurskinsmerki
í dag komu konur, liðsmenn slysavarnafélagsins, í skólann og færðu börnum í 1. bekk endurskinsmerki en það er liður í forvarnarstarfi félagssins.
Nú fer að skyggja á morgnana og fyrr á daginn svo að nú er tíminn til að huga að endurskini á fötum og hjólum barna. Hafa skal í huga að endurskin á fötum dofnar oft við þvott og því gott að fylgjast með því.
Kennum börnunum að ganga hægramegin á gangstígum, gangandi vegfarendur eiga réttinn á gangstéttum og stígum.
44. gr. Börn og reiðhjól. (Umferðarlög 2020)
Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum.