“KIDS SAVE LIVES”

2. apr. 2019

Það er orðið árvisst að börnin í 7.-9. bekk fái endurlífgunarkennslu sem unnin er í anda verkefnis sem verið er að framkvæma víða um heim og nefnist “KIDS SAVE LIVES”. Kjarni þessa verkefnis er að kenna börnum frá 7 ára aldri endurlífgun árlega til að fjölga þeim sem fá fyrstu hjálp þegar þeir lenda hjartastoppi. Eftir því sem börn byrja fyrr að læra endurlífgun og æfa sig oftar verða fleiri og fleiri sem geta veitt fyrstu hjálp og þannig fjölgar þeim fullorðnu sem kunna rétt viðbrögð þegar á reynir. Til að sem flestir læri réttu handtökin þá taka nemendur brúðurnar með heim og kenna eins mörgum og þeir mögulega geta. Takk fyrir okkur Björgunarfélag Hornafjarðar og Unglingadeildin Brandur.