Heimsókn 10. bekkinga í Skinney Þinganes
Í vikunni fóru 10. bekkingar í heimsókn í Skinney Þinganes. Er þessi heimsókn liður í því að kynna sér atvinnulífið í heimabyggð. Þar fékk hópurinn að fara í skoðunarferð í vinnslusalnum með Pálma Snæ sem sýndi okkur tækjakostinn í vinnsulsalnum og hvernig hann hefur þróast mjög mikið á mjög stuttum tíma og hvernig störfin hafa breyst í kringum þá gríðarlegu tæknivæðingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Einnig fengu nemendur stuttan fyrirlestur um fyrirtækið, starfsmannafjölda, helstu verkefni og hvað sé í deiglunni á næstu árum.
Við þökkum Skinney Þinganes fyrir góðar móttökur að vanda.