Gönguferð
Síðastliðinn fimmtudag var farið í hina árlegu gönguferð hjá 6. – 10.bekk.
Síðastliðinn fimmtudag var farið í hina árlegu gönguferð hjá 6. – 10.bekk. Um morguninn var útlitið ekki gott, svarta þoka á Höfn og sást varla í næstu hús og lítið fjallasýn. Við fréttum af því að það væri blíðveður á Mýrunum og því var tekin sú ákvörðun að fara í Haukafell. Enginn sá eftir þeirri ákvörðun því þar fengum við rosalega gott veður, sól og logn. Gengið var með hópinn inn að Fláajökuli meðfram Fláafjalli. Eftir gönguna voru síðan grillaðar pylsur og einhverjir fóru og hoppuðu og sulluðu í vatninu til að kæla sig niður eftir göngu dagsins. Eftir það var brunað aftur heim á Höfn í þokuna og kuldan.