Berjaferð 1.- 4. bekkjar
Mánudaginn 2. September var hin árlega berjaferð farin. Þar sem veðrið var ekki nógu gott í Klifabotnum þar sem berjaferðin átti að eiga sér stað, var farið með alla hersinguna inn í Karl, sumarbústaðasvæði skólastjórans. Þar fengu börnin að tína bláber, hrútaber, krækiber og meira að segja rifsber af runnunum! Börnin léku sér í skóginum sem umlykur sumarbústaðinn auk þess sem þau léku sér í fjallshlíðinni, læknum og á trampolíni. Ákveðið var að lengja ferðina til að fá sem mest út úr henni og voru grillaðar pylsur á staðnum í hádeginu. Klukkan 12 komu rúturnar og allir komu í skólann klukkan 13. Þetta var stórfín ferð í góðu veðri og allir skemmtu sér vel.