Líf og fjör í Vöruhúsinu

17. des. 2019

Það er mikið líf og fjör í Vöruhúsinu þessa dagana og mikill munur á aðstöðu nemenda og starfsfólks eftir breytingar. Opna rýmið í miðjunni er óspart notað í kennslu og í dag nýttu 3. bekkingar sér það til fulls þegar þeir voru í myndmennt og textíl.