Skáld í skólum
Skáld í skólum er verkefni eða dagskrá sem Rithöfundasamband Íslands býður upp á. Að þessu sinni fengum við til okkar rithöfundana Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngva Björnsson en þeir eru höfundar bókanna Hrafnsauga, Draumsverð, Ormstunga og Draugsól en fimmta bókin í þessum söguflokki er á leiðinni. Bækurnar gerast í heimi þar sem hugmyndir og stef úr mannkynssögunni, bókmenntum, þjóðsögum og goðsögum eru endurnýttar og settar í nýjan búning til viðbótar við þeirra eigið ímyndunarafl. Margir nemendur skólans hafa lesið bækurnar og þá sérstaklega fyrstu bókina, Hrafnsauga. Nemendur 4. - 10 bekkjar mættu í Sindrabæ og hlustuðu á höfundana segja frá og lesa upp úr bókunum.