Alheims hreinsunardagurinn
Alheims hreinsunardagurinn (World CleanUp day ) er á laugardaginn, þann 15. september og auðvitað tóku nemendur Grunnskóla Hornafjarðar þátt með því að tína rusl í nærumhverfi sínu fimmtudaginn 13. september.Umhverfisteymi skólans skipti nærumhverfinu niður í svæði sem síðan var úthlutað til bekkja til að týna rusl á. Ruslinu var síðan öllu skilað merktu á bak við Heppuskóla þar sem fulltrúar úr umhverfisteyminu vigtuðu ruslið og tóku úr það sem hægt var að flokka s.s. dósir og flöskur.
Niðurstöður af vigtuninni voru eftirfarandi:
1. Í runnunum umhverfis fótboltavöllinn (við Víkurbraut) voru týnd 4.3 kg.
2. Umhverfis Fiskhól fundust 1.4 kg.
3. Umhverfis Vöruhúsið fannst 1 kg.
4. Í kring um Báruna fundust 825 g.
5. Umhverfis Heppuskóla og sundlaugina 671 g. + járnrör
6. Umhverfis Sindrabæ 513 g.
7. Umhverfis Ráðhúsið og Nýheima 465 g.
8. Miðsvæðið milli skólanna við rampa og körfuboltavöll 440 g.
9. Á skólalóð Hafnarskóla 111 g.
10. Í kring um ærslabelginn 104 g.
Samtals týndu því nemendur Grunnskóla Hornafjarðar rétt tæp 10 kg. af rusli á 10 – 15 mínútum.