Hreystikeppni 2021
Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu eftir hádegi í dag föstudaginn 7. maí þegar haldin var hreystikeppni í IceLagoon höllinni. Það voru nemendur úr 8.- 10. bekk sem fengu að spreyta sig í hraðabraut sem íþróttakennararnir höfðu útbúið. Hraðabrautin var með fjölbreyttum áskorunum sem reyndu á snerpu, styrk og úthald. Elín Ása Hjálmarsdóttir og Friðrik Björn Jónasson báru sigur úr bítum í harðri keppni. Alls tóku 15 keppendur þátt í keppninni og stóðu sig öll með prýði. Nemendur úr 7. - 10. bekk mættu upp á svalir til að styðja við sitt fólk og var mikil stemmning í höllinni.
Hulda og Sigurborg þakka fyrir góða og skemmtilega keppni.