Lestrarátak haustsins

6. nóv. 2018

Í dag 6. nóvember kl 8:30 byrjaði lestrarátak i grunnskólanum.  Bjöllum var hringt í skólahúsunum og allir hófu lestur bæði nemendur og starfsfólk.  Þema átaksins er hafið og þegar nemendur hafa lokið lestri í ákveðið margar mínútur, misjafnt eftir árgöngum, er lesturinn skráður á "sjávardýr" sem er síðan hengt upp í matsalnum.  Búið er að breyta matsalnum í sjávarbotn með netum, þara og öðru sem finnst þar.  Nemenur lásu þar sem þeir voru staddir í morgun, einnig þeir sem voru í sundtíma eins og sjá má á myndunum.  Lestrarátakið fer einning fram heima en börnin eru með blöð til að láta kvitta á fyrir heimalesturinn en þetta er lestur umfram venjulegan heimalestur.  Átakinu líkur á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.