Skólahreysti 2018
Í dag er undankeppni Skólahreysti fyrir Austurland á Egilsstöðum og byrjar keppnin kl. 14:00. Keppnislið Grunnskólans er skipað eftirtöldum nemendum, Angela Rán Egilsdóttir, Hildur Margrét Björnsdóttir, Sigjón Atli Ragnheiðarson og Styrmir Einarsson. Hópur stuðningsmanna fylgdi keppendum og munu þau eflaust láta vel til sín taka í stúkunni. Áfram Grunnskóli Hornafjarðar.