Hjólaval

7. okt. 2020

Í Heppuskóla hefur verið boðið upp á hjólaval í haust.Við höfum farið í styttri og lengri ferðir og suma daga tökum við tvöfaldan tíma og fá þá nemendur frí í valtíma á móti. Einhverjir tímar gætu verið inni ef veður hamlar útihjóli og lærum þá t.d. að gera við dekk.

Í valinu í haust höfum við t.d. hjólað út í Ósland í kringum Óslandstjörnina, út á Ægissíðu og inn í Nes.