Lestrarátak skólans

16. nóv. 2018

Lestrarátakinu sem verið hefur í gangi frá 6. nóvember lauk í dag. Nemendur hafa verið afar duglegir að lesa og safna sér þannig fiskum í sjávarheiminn sem búinn var til í mötuneytinu. Hver nemandi fékk sjávardýr fyrir ákveðnar margar mínútur, misjafnt eftir aldri. Yngstu börnin lásu í 10 mínútur fyrir hvert sjávardýr og elstu í 30 mínútur  Krakkarnir í 5. bekk lásu t,d í 9420 mínútur eða 157 klukkutíma 3. bekkur vann sér inn 293 sjávardýr. í flestum bekkjum var einhverskonar uppskeruhátíð þar sem nemendur gerðu sér ýmislegt til skemmtunar.