Gleðilegt ár og takk fyrir liðna árið

3. jan. 2018

Fimmtudagurinn 4. janúar er skipulagsdagur hjá starfsmönnum skólans þar sem þeir munu sitja námskeið í skólanum. Á föstudag hefst skólastarf svo af fullum krafti samkvæmt stundatöflu.  

Um leið og starfsmenn Grunnskóla Hornafjarðar þakka nemendum og foreldrum fyrir samstarfið á liðnu ári þá hlakka þeir til að hefja nýtt skólaár með nemendum á föstudaginn.