Hjólahjálmar í 5. bekk

7. maí 2019

Konur úr Slysavarnafélaginu Framtíðin komu og færðu nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf.  Að gefa fimmta bekk hjólahjálma er siður sem tekinn var upp fyrir átta árum og er gott framhald af hjólahjálmagjötinni sem nemendur fá frá Kiwanis í 1. bekk.  Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og minnum foreldra á að til að hjálmur virki þarf hann að vera að réttri stærð og rétt stilltur.