Nýr kastali
Langþráðri bið er nú lokið. En í dag verður kastalinn okkar kominn á sinn stað eins og sjá má á myndunum. Á mánudaginn fara allir bekkir á einhverjum tímapunkti á yngra stigi að leika sér og njóta. En ég veit að margir eiga eftir að leggja leið sína á leikvöllinn í kringum skólann um helgina til að sjá herlegheitin og leika sér þar. Við skulum taka höndum saman og ganga vel um skólalóðina okkar. Góða skemmtun.