Jón Pétur og dansinn
Þessa vikuna hefur Jón Pétur danskennari verið með danskennslu í skólanum. Eins og venja er þá endaði dansinn á uppskeruhátíð sem fjölskyldum krakkanna er boðið á. það er ekki annað að sjá en að þessi hefð að fá Jón Pétur árlega til okkar, fari vel í nemendur því nokkrir krakkar úr framhaldsskólanum laumuð sér með í dansinn. Fullt var út úr dyrum að venju og mikið fjör.