Öskudagur
Öskudagurinn á yngrastigi grunnskólans var með hefðbundnu sniði. Dagurinn byrjaði á því að krakkarnir leika sér, spila, spjalla og fara í andlitsmálun sem 6. bekkur býður upp á. Um kl 9:30 fara allir í íþróttahúsið þar sem hæfileikakeppni fer fram og í þetta sinnið unnu fulltrúar 4. bekkjar keppnina þær Bryndís og Björg. Hugmyndaráð velur besta búninginn og þann frumlegasta og að þessu sinni fékk Gísli Ólafur verðlaun fyrir besta búninginn og Grímur fékk verðlaun fyrir þann frumlegasta. Eftir hæfileikakeppnina er kötturinn sleginn úr tunnunni eða réttara sagt boltarnir því í tunnunni er alltaf nýtt bekkjarsett af boltum, eftir það er marserað. Að þessu loknu fara 1. - 3. bekkur í mat en hinir halda áfram og fara í hinn sívinsæla ásadans. Eftir mat mæta allir í Sindrabæ en á öskudag sjá stafsmenn skólans um vikuhátíðina. Að þessu sinni var hátíðin í anda Eurovision og hét Hornavision en þar kepptu nokkur vel útfærð söngatriði um fyrsta sætið. Eftir vikuhátíðina héldu nemendur heim á leið tilbúin að fara og syngja fyrir bæjarbúa.