Árshátíðar-undirbúningur
Undirbúningur fyrir árshátíðina er í fullum gangi þessa dagana. í þetta sinnið er verið að setja upp söngleikinn Coco sem byggður er á samnefndri teiknimynd. Handrit og leikstjórn er í höndum Hafdísar Hauksdóttur og Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal sér um tónlistarstjórn. Allir nemendur í Hafnarskóla taka þátt bæði með því að vera þátttakendur í atriðum og vera í árshátíðarsmiðjum þar sem búningar og sviðsmunir eru útbúnir. Krakkarnir í Heppuskóla velja árshátíð sem val og er óhætt að segja að þar fái þau fjölbreytta reynslu sem nýtist þeim í framtíðinni. Að venju taka kennarar úr grunnskólanum og tónskólanum þátt í uppfærslunni.
Árshátíðin er miðvikudaginn 26. október kl. 17:00 í íþróttahúsinu. Aðgangseyrir 500 kr en aldrei meira en 1500 kr á fjölskyldu.
Allir velkomnir
HKG