Kómedíuleikhúsið
í dag kom Kómedíuleikhúsiið í heimsók og var með leiksýningu í Sindrabæ fyrir nemendur í 1.-6. bekk. Verkið heitir Tindátarnir og er byggt á samnefndri ljóðabók Steins Steinars með myndum eftir Nínu Tryggvadóttur. Sýningin hefur vísan í hörmungar einræðis og stríðsreksturs sem á vel við nú á tímum. Leikur og leikgerð var í höndum Elvars Loga Hannessonar og Marsibil Kristjánsdóttur.