Nemendaráð

Við skólann starfar nemendaráð skipað fulltrúum í 7. - 10. bekk og er kosið í það fljótlega eftir að skóli hefst á haustin.

Í nemendaráði veturinn 2024 -2025 eru eftirfarandi fulltrúar:

  • Frá 7. bekk - Ena Rakovic og Gunnar Ernir Jónsson
  • Frá 8. bekk -  Sóley Guðmundsdóttir og Theódór Árni Stefánsson
  • Frá 9. bekk - Ari Reynisson og Björg Sveinsdóttir

  • Frá 10. bekk - Ísold Andrea Andrésdóttir og Jakob Jóel Ágústsson

Fulltrúar nemenda sem sitja í skólaráði eru 

Hlutverk fulltrúa í nemendaráði er m.a. að;

  • Stuðla að góðum skólabrag
  • Vera rödd nemenda í hagsmunamálum þeirra
  • Vera jákvæðir og hvetjandi í almennu skólastarfi
  • Vera lausnamiðaðir í vinnu
  • Vera virkir í samskiptum og góð fyrirmynd
  • Halda utan um félagslíf nemenda í frímínútum og á skólatíma
  • Vera tilbúin að nota hluta af frítíma sínum í starfið

Lögð er áhersla á samstarf nemendaráðs og Þrykkjuráðs en Þrykkjan er félagsmiðstöðin á Hornafirði. Ráðin halda sameiginlega utan um stærstu viðburði vetrarins en þess utan einbeita þau sér að sitthvorum þættinum. Nemendaráð sér fyrst og fremst um félagslífið í skólanum á skólatíma en Þrykkjuráð um félagslíf nemenda utan skólans. Nemendaráð með fulltingi einstakra bekkja sér þó um stærstu skemmtanir vetrarins s.s. árshátíð, haustfagnað, fullveldisfagnað, vorhátið og fleira. Að sjálfsögðu er þó alltaf töluverð skörun þarna á milli og lögð áhersla á sem mesta samvinnu.