Fáránleikar á öskudegi

2. mar. 2022

Haldinn var hinn hefðbundni öskudagur í Heppuskóla 2. mars. Hinir vinsælu svo kallaðir fáránleikar voru svo haldnir í íþróttahúsinu eftir pulsuveislu. Í fáránleikunum þurfa nemendur úr hverjum bekk að leysa ýmiss konar þrautir svo sem kappát, boðhlaup og spurningakeppni. Það voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta og flottasta búninginn. Isabella í 10.N fékk verðlaun fyrir frumlegasta búninginn, en þeir Stefán og Sindri í 7. bekk hlutu verðlaun fyrir flottustu búningana. Verðlaunin voru vegleg, en þau voru Pítsa á Z Bistro.                                                     Nemendur fengu svo að halda heim eftir karamelluregn í íþróttahúsinu.

Fyrir hönd nemendaráðs 

Reynir Snær og Elín Ósk