Grænfáni / umhverfi

Grunnskóli Hornafjarðar - Grænfánaskóli
Grunnskóli Hornafjarðar fékk viðurkenningu Landverndar sem grænfánaskóli 8. maí 2014 og aftur í maí 2017.

Umhverfissáttmáli Grunnskóla Hornafjarðar

Umhverfissáttmálinn er viljayfirlýsing nemenda og starfsmanna skólans um að vernda náttúruna. Því til staðfestingar hafa þeir sett fingrafar sitt í hinum ýmsu litum á sáttmálann.

Umhverfisnefnd

Í skólanum er starfrækt umhverfisnefnd sem sem bæði er skipuð nemendum og starfsmönnum. Í henni sitja Þórdsís Þórsdóttir og Guðlaug Úlfarsdóttir kennarar og frá nemendum eru það Fanney Rut Guðmndsdóttir og Kári Hjaltason úr 5. bekk.  Arna Lind Karlsdóttir, Emma Ýr Friðriksdóttir, Sesselja Sól Kristinsdóttir og  Maríus Máni Jónsson úr 6. bekk.  Anna Lára Grétarsdóttir og Víkingur Þorri R. Bjarnason úr 7. bekk. Guðný Olga Sigurbjörnsdóttir og Kaxper Wojciech Swiercz úr 8. bekk. Salvör Dalla Hjaltadóttir og Hermann Þór Ragnarsson úr 9. bekk og úr 10. bekk eru það Björgvin Freyr Larsson, Selma Mujkic, Harpa Lind Helgadóttir og Ingunn Ósk Grétarsdóttir.

Fundargerðir:

Ýmislegt:

Fræðsluefni og Nemendaverkefni:

Ferðir á heimaslóðum:

Sérstaða skólans markast af staðsetningu hans og því fjölbreytta og um leið fágæta umhverfi sem hann er í. Höfuðatvinnugreinar sveitarfélagsins sem skólinn þjónar byggja á tengslum við náttúruna, annars vegar í gegnum landbúnað og sjávarútveg en hins vegar í gegnum ferðamannaiðnað. Náttúran er líka drifkraftur í öflugu menningar- og listalífi sem veitir listamönnum innblástur til einstakrar vinnu.

Á þessum þáttum byggir sérstaða skólans. Þar er lögð mikil áhersla á tengslin við náttúruna í allri sýslunni og leyfa nemendum að njóta hennar og fræðast um hana um leið og sterk tengsl við samfélagið er sá drifkraftur sem skólinn byggir á. Nemendur skólans fara í skipulagðar ferðir vítt og breitt um sýsluna svo þeir fái að kynnast sem flestum svæðum innan hennar. Ferðirnar eru nýttar markvisst í námi nemenda og tekur sú vinna mið af aldri og þroska þeirra.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um ferðir nemenda flokkaðar eftir stigum.