Finnum hljóðið, stafavinna í 1.bekk

18. sep. 2018

Í 1. S er unnið með stafina og hljóðin þeirra á ýmsan hátt, bæði í gegnum verklegar æfingar og leiki sem stuðla að eflingu hljóðkerfisvitundarinnar. Börnin fara t.d. í leik sem heitir „Finnum hljóðið“  þá finna þau orð sem innihalda staf vikunnar, kennari skrifar orðið á töfluna og síðan á barnið að finna og staðsetja hljóðið í orðinu; er hljóðið fremst, inni í orðinu eða aftast? Í þessari viku eru börnin að vinna með stafinn Á og þau eru mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna orð með stafnum.