Vikuhátíð hjá 3. bekk

29. mar. 2022

3. bekkur reið á vaðið þetta árið og eftir nokkurt hlé vegna Covid með vikuhátíð. Hátíðin var haldin í Sindrabæ að venju og þangað streymdu foreldrar og nemendur í Hafnarskóla. Krakkarnir voru með mörg skemmtileg atriði sem þeir höfðu samið sjálf. Við fengum að sjá tískusýningu, fimleikakúnstir, sirkusatriði og svo var sungið og leikið. Ekki má gleyma hinum stórskemmtilegu bröndurum. 

HKG