Skóli í dag

11. des. 2019

Skólahald verður að mestu leyti með eðlilegum hætti í dag. Við biðjum foreldra þó að fylgja börnum sínum í skólann og vera viðbúin að þurfa einnig að sækja þau. Veðrið er heldur seinna á ferðinni en spáð var og svo virðist sem það verði heldur ekki alveg eins slæmt. Einhver röskun verður þó á sundkennslu og jafnvel einhverju fleiru og biðjum við t.d. foreldra 2. bekkinga og koma þeim öllum upp í Hafnarskóla nú kl. 8:10. Sund fellur niður hjá þeim í dag. Við fylgjumst svo áfram vel með veðurspám og látum vita ef einhverjar meiriháttar breytingar verða hjá okkur í skólanum.

Ófærð
Að fella niður kennslu vegna veðurs er neyðarúrræði. Komi ekki tilkynning frá skólanum um slíkt en veðurútlit er slæmt verða foreldrar og forráðamenn að meta hvort ástæða sé til að halda börnum sínum heima. Slík forföll ber að tilkynna eins og önnur forföll.

Með ósk um gott samstarf
Þórgunnur