Bókakynning
Við fengum góðan gest til okkar í gær, fimmtudag, en þá kom Sævar Helgi Bragason til að kynna bókina Hamfarir sem kom út nú fyrir skemmstu. Sævar Helgi hefur verið ötull við að fræða okkur um himingeiminn og margt fleira. Hann heldur úti vefnum https://www.stjornufraedi.is/ sem og https://www.stjornusaevar.is/ Á þessum vefum má finna margt fróðlegt og gaman að skoða þetta með krökkunum. þar má sjá að skæra morgunstjarnan á suðurhimninum þessa dagana er Venus og aðeins meira í austurátt má sjá júpiter skína skært á kvöldin