List fyrir alla
Heyrðu Villuhrafninn mig
Í dag fóru elstu börn leikskólans og nemendur í 1. - 4. bekk á sýningu í Sindrabæ hjá List fyrir alla sem heitir Heyrðu Villuhrafninn mig. Það er skemmst frá því að segja að sýningin var stórskemmtileg en líka fróðleg þar sem flytjendur sýndu hvernig hægt var að fá skemmtileg hljóð úr allskonar hlutum og blanda þeim við leik og sögu.
Heyrðu Villuhrafninn mig er hljóðsaga um sögupersónuna Fíu frænku sem er á ferðalagi um Ísland. Hún lendir í miklu ævintýri með Dúdda, besta vini sínum. Dvergurinn Bokki, Villuhrafninn, Hrappur rappari og leiðindaskjóðan Bárðarbunga koma m.a. við sögu.
Tónleikhús með fullt af áhugaverðum og skemmtilegum hljóðum, íslenskum þulum og lögum. Boðskapur sögunnar er sá að allir eiga sína eigin rödd og allir hafa sitt að segja!
Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin m.a. hrossakjálka, skyrdós og sandpappír. Tónleikhús með fullt af spennandi hljóðum, íslenskum þulum og lögum.