Íþróttavika Evrópu á Höfn

24. sep. 2024

Miðvikudaginn 25.september er fræðsludagur íþróttaviku Evrópu. En þá munu sækja okkur Hornfirðinga heim þau Margrét Lára og Einar Örn með fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar og réttari líkamsbeitingar þegar kemur að líkamlegri heilsu barna og unglinga.

Þar verður farið yfir áhrif orkudrykkjaneyslu á svefn og hversu skaðleg mikil neysla á þessum drykkjum getur verið.

Farið verður yfir nokkra þætti sem að einstaklingar geta nýtt sér til að auka andlegt heilbrigði, hvernig einstaklingar geta byggt upp sjálfsmynd sína og verið þar með betur undirbúin til að takast á við streitu, mótlæti eða erfiðleika í leik og starfi.

Mikilvægi svefns ræddur og aðferðir til að auka svefngæðin.

Margrét Lára og Einar Örn munu heimsækja eldri bekki grunnskóla Hornafjarðar, nemendur FAS, ásamt fagfólk, en sérstök fagaðila fræðsla verður í Nýheimum kl 14:30. Svo gefst foreldrum og öðrum tækifæri á að hlusta á erindið þeirra kl 17:00 í Vöruhúsinu og kl 18:00 verður fræðslu erindi á ensku.